Nýjustu fréttir

Umsóknarfrestur um sumarstörf er runninn út

Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Norðlenska er runninn út og ekki verður tekið við fleiri umsóknum að sinni. Borist hafa vel á annað hundrað umsóknir um þau rúmlega 20 störf sem ráðið verður í og því ljóst að færri fá en vilja. Unnið verður úr umsóknunum á næstu dögum. Reynt verður að svara öllum umsækjendum eigi síðar en í lok apríl.

Lesa meira

Þrír fara í fagkeppni kjötiðnaðarmanna

Þrír fulltrúar frá Norðlenska taka þátt í fagkeppni kjötiðnaðarmanna á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Vetrargarðinum í Smáralind á morgun og föstudaginn. Okkar menn eru Rúnar Ingi Guðjónsson, Elmar Sveinsson og Rúnar Traustason. Að auki tekur Grétar Þór Björnsson þátt í nemakeppni mótsins.

Lesa meira

Vantar starfsmann á kvöldvakt

Norðlenska auglýsir eftir starfsmanni í pökkun, vörumerkingu og afgreiðslu á kvöldvakt í 75-100% starfshlutfall. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. maí nk. Um er að ræða tímabundið starf til 30. september nk. með möguleika á framtíðarráðningu.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook