Nýjustu fréttir

Jólakveðja frá Norðlenska

Norðlenska sendir starfsmönnum sínum, bændum og landsmönnum öllum
hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð!
Lesa meira

Mjög góð sala á jólamatnum

Síðustu daga hefur að vonum verið mikið að gera í vinnslusölum Norðlenska og sömuleiðis hefur sölu- og dreifingarfólk haft í mörg horn að líta við að koma framleiðsluvörum Norðlenska í verslanir fyrir þessa síðustu verslunardaga fyrir jól.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að þessi jólatörn hafi almennt gengið mjög vel. Framleiðslan hafi gengið sérlega vel og sömuleiðis dreifing vörunnar. “Og óhætt er að segja að það hafi verið rífandi sala,” segir Ingvar og telur að nánast allar framleiðsluvörur Norðlenska fyrir þessi jól verði komnar í dreifingu í dag, enda ekki eftir nema fjórir heilir daga til jóla.
Lesa meira

Í skyrtu og með bindi í úrbeiningunni!

Úrbeiningarmenn á Húsavík eru þessa dagana vel til hafðir - í skyrtu með
Þegar komið er inn í vinnslusali Norðlenska á Húsavík þessa síðustu daga fyrir jól vekur það óskipta athygli að úrbeiningarmenn og fleiri í vinnslunni eru sérlega vel tilhafðir – í spariskyrtu og með bindi – þ.e. undir hlífðarfatnaðinum!
Undanfarin ár hafa úrbeiningarmenn Norðlenska á Húsavík tekið upp þann sið að “dressa sig upp” síðustu dagana fyrir jól og setja þannig punktinn með glæsibrag yfir langa og stranga vinnutörn í aðdraganda jóla. Og nú hafa fleiri félagar þeirra í vinnslusalnum á Húsavík farið að dæmi þeirra og sett upp bindið! Það er því hátíðarstemning í Norðlenska á Húsavík þessa síðustu vinnsludaga fyrir jól og sannarlega er innistæða fyrir henni, því vinnslan hefur gengið sérlega vel. Um hendur úrbeiningarmannanna hefur farið gífurlegt magn af kjöti fyrir þessi jól, sem er vel ríflega það sem áður hefur verið úrbeinað fyrir jól.
Síðustu hangilærin fyrir þessi jól fóru í reyk hjá Norðlenska í dag og því fer að hægja á hjá vinnslufólkinu úr þessu. Nú bíða afurðirnar þess að fara á jólaborð landsmanna um allt land.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook