Nýjustu fréttir

Enn frekari hækkanir Norðlenska á lambakjöti

Norðlenska hefur hækkað verðskrá fyrir sauðfjárafurðir enn frekar. Verðskrána má sjá á heimasíðu Norðlenska http://www.nordlenska.is/?opna=baendur. Þá hefur verið ákveðið að þeir sem eru með viðskiptasamninga við Norðlenska fá greitt 1,2% álag á kjötinnlegg sitt í komandi sláturtíð. Þetta álag verður greitt í desember. Frá verðskrá, sem Norðlenska gaf út í fréttabréfi í júní sl., hefur orðið sú breyting að verð fyrir kg af DR3 hefur hækkað um fimm krónur - úr 303 í 308 krónur - og í töflu yfir álagsgreiðslur í sláturtíð kemur fram að álagsgreiðsla hefur hækkað úr 7% í 9% í vikunni 29. ágúst til 2. september og úr 2 í 5% í vikunni 5. til 9. september. Verðskráin gildir bæði fyrir framleiðendur í Búsæld og einnig þá sem eru utan Búsældar. Nánar er hægt að skoða fleira sem tengist sláturtíð í nýjasta fréttabréfi Norðlenska á heimasíðunni, slóðin er http://www.nordlenska.is/?opna=sida&id=550&uid=462,550
Lesa meira

Ný verðskrá hefur tekið gildi

Norðlenska hefur hækkað verð á nautgripainnleggi. Verðskráin mun taka gildi frá og með deginum í dag og hefur hún verið birt hér á vefsíðunni undir bændur, afurðaverð,nautakjöt.
Lesa meira

Verðhækkun á nautgripum

Ný verðskrá fyrir nautgripainnlegg mun taka gildi í vikunni. Verðskráin mun birtast hér á heimasíðunni undir bændur, afurðaverð, seinna í vikunni. Norðlenska vill nota tækifærið og hvetja bændur til að skrá sláturgripi í síma 460-8800.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook