Nýjustu fréttir

Bætt kjör bænda


Eftirfarandi frétt var útvarpað úr Ríkisútvarpinu í gær. Framkvæmdastjóri kjötiðnaðarfyrirtækisins Norðlenska segir að kjör sauðfjárbænda batni um liðlega fimmtung frá í fyrra. Sláturvertíðin er hafin hjá Norðlenska, eins og reyndar öðrum kjötiðnaðarfyrirtækjum í landinu. Norðlenska rekur tvö sauðfjársláturhús, á Höfn og á Húsavík. Áætlað er að slátra um 115 til 120 þúsund dilkum í þessum tveimur húsum. Nú í upphafi sláturvertíðar er staðan þannig að svokallað kjötfjall er varla til sem þýðir að nýtt kjöt þarf ekki að keppa við eldra útsölukjöt. Sláturhúsin greiða nú talsvert hærra verð fyrir dilkana en í fyrra og við bætist að útflutningsskylda bænda er ekki eins rík og til dæmis í fyrra. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að þetta þýði að kjör bænda hafi batnað. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska: Kjarabótin til bænda er yfir 21% í sauðfjárrækt. Eiginleg verð til þeirra hækkuðu um einhver 12-13% en einnig bætist við kjör þeirra, það er minnkandi útflutningsskylda, því að hún fór úr 36% í 18% og þeir fá greitt hærra verð fyrir kjöt sem fer á innanlandsmarkað. Karl Eskil Pálsson: Hvernig kemur féð af fjalli sýnist þér? Sigmundur Ófeigsson: Bændur tala um það að fé sé dálítið misjafnt, sumir segja að það sé eftir í vexti og mér finnst vera aðeins feitara.
Lesa meira

Sumargrill

Krakkar að klifra á kössum.
Þann 19. ágúst síðastliðinn hélt Norðlenska sumargrill fyrir starfsfólk fyrirtækisins og fjölskyldur þeirra. Vel var mætt og skemmti fólk sér konunglega í blíðunni á Akureyri. Farið var í leiki með börnin og klifrað á kössum með aðstoð hjálparsveitanna Súlna. Bautinn sá svo um að grilla Goða pylsur fyrir krakkana og gæðakjöt að hætti Norðlenska, fyrir mannskapinn.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf komið út

Norðlenska hefur gefið út nýtt fréttabréf og mun því verða dreift um allt starfssvæði Norðlenska. Einnig má finna fréttabréfið hér á heimasíðunni á slóðinni http://www.nordlenska.is/index.php?opna=sida&id=550&uid=462,550. Í blaðinu er m.a. að finna upplýsingar um verð og álagsgreiðslur til bænda, sem og aðrar gagnlegar upplýsingar varðandi sláturtíð.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook