Nýjustu fréttir

Grillað á Húsavík

Grillað í góða veðrinu
Starfsfólk Norðlenska á Húsavík ásamt fjölskyldum kom saman í blíðskapar veðri föstudaginn 15 júlí s.l og grillaði, alls mættu u.þ.b. 130 manns. Á boðstólum var að sjálfsögðu Norðlenskt lambakjöt og Goðapylsur ásamt öllu tilheyrandi. Allt rann þetta ljúft niður og voru starfsmenn Norðlenska og fjölskyldur þeirra mjög ánægð, ekki síst börnin sem fóru í leiki og voru leyst út með gjöfum þ.e.a.s. frisbee diskum og boltasettum.
Lesa meira

Samningur um orkukaup

Norðlenska hefur samið við Norðurorku og Rarik um öll sín orkukaup. Samningarnir eru til tveggja ára. Með þessu vonast fyrirtækið til að ná fram aukinni hagræðingu með sín orkukaup.
Lesa meira

Norðlenska styrkir Hetjurnar um 100 þúsund krónur

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhendir Sonju Björk Elíasdóttur, gjaldkera Hetjanna, styrk að upphæð kr. 100 þúsund í dag.
Norðlenska ehf. hefur styrkt Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, um eitt hundrað þúsund krónur og var styrkurinn afhentur í dag. Á nýafstöðnu ESSO-móti KA í knattspyrnu gaf Norðlenska öllum þátttakendum svokallað líknararmband, sem ýmis líknarsamtök hafa verið að selja til ágóða fyrir starfsemi sína, og jafnhliða ákváðu stjórnendur Norðlenska að styrkja Hetjurnar um eitt hundrað þúsund krónur.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook