Nýjustu fréttir

Slátrun á áætlun - seinni ferð hefst á morgun á Húsavík

Haustslátrun sauðfjár í sláturhúsum Norðlenska á Húsavík og Höfn gengur prýðilega. Á Húsavík er fyrri umferð dilkaslátrunar lokið og síðari umferð hefst á morgun, miðvikudag.

Lesa meira

Skrifstofur Norðlenska lokaðar eftir hádegi 22/09 vegna jarðarfarar

Skrifstofur Norðlenska verða lokaðar eftir hádegi þriðjudaginn 22. september vegna jarðarfarar Óskars Erlendssonar. Óskar var kjötiðnaðarmeistari og vann hjá Norðlenska á Akureyri í 40 ár eða frá 17 ára aldri þar til hann lést fyrir aldur fram miðvikudaginn 16. september sl. Hann hafði umsjón með reykhúsi fyrirtækisins síðustu starfsárin sín þar til hann þurfti að hætta störfum í mars sl. vegna veikinda. Óskar vann til fjölmargra verðlauna fyrir vöruþróun og uppskriftir og hans verður sárt saknað af samstarfsfólki. Fjölskyldu Óskars eru sendar innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Hækkun á verðskrá fyrir innleggjendur með viðskiptasamninga

Norðlenska hefur breytt verðskrá fyrir innleggjendur sem eru með viðskiptasamninga. Með þessum breytingum nemur hækkun á afurðaverði til bænda með viðskiptasaminga við Norðlenska tæpum 10% frá sl. hausti.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook