Nýjustu fréttir

Að lokinni sláturtíð 2009

Haustslátrun Norðlenska lauk á Húsavík 28. október og á Höfn  29. október. Alls var slátrað ríflega 108 þúsund fjár, tæplega 77 þúsund á Húsavík og rúmlega 31 þúsund á Höfn.  Dilkar voru örlítið þyngri haustið 2009 en í fyrra, á Húsavík munaði 30 gr. og 70 gr. á Höfn. Meðalþyngd má sjá hér að neðan. Fita jókst á Húsavík en kjötgerð lækkaði. Á Höfn var það aftur á móti öfugt, fita minnkaði eilítið og það sama er að segja um kjötgæði. 

Lesa meira

„Verður erfitt að toppa þessa sláturtíð“

Sláturtíð hefur ekki í annan tíma gengið betur en í haust, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar stöðvarstjóra Norðlenska á Húsavík. Þar á bæ var slátrað 72.439 lömbum og 4.795 fullorðum ám, alls 200 fleiri en í fyrra. Þess má og geta til gamans að Grímur á Rauðá kom með 13 geitur til slátrunar. 

Lesa meira

12-14 þúsund gestir á Matur-Inn 2009 um helgina

Sýningin MATUR-INN 2009 fór fram í fjórða sinn um helgina. Sýningin var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri og var fjölsótt. Aðgangur var ókeypis og mikilll straumur gesta báða sýningardagana. Áætlað er að 12-14 þúsund gestir hafi komið á sýninguna en hún var haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð og Þingeyska matarbúrið. Þátttakendur í sýningunni voru á fimmta tug og þar var bæði hægt að bragða á norðlenskum matvælum en ekki síður nýttu sýningargestir sé hagstæð sýningartilboð hjá sýnendum.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook