Nýjustu fréttir

Þorravertíðin að fara í fullan gang

Þorrinn nálgast með tilheyrandi þjóðlegum mat. Bóndadagur, sem markar upphaf þorra, verður föstudaginn 23. janúar nk. Margir taka reyndar forskot á sæluna og geta ekki beðið eftir að ná sér í bita af súrum hrútspungum og lundaböggum. Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri Norðlenska, segir að reikna megi með að þessi vika og sú næsta verði stærstu vikurnar í dreifingu á þorramat til verslana. 

Lesa meira

Hvernig var árið 2008 - hvernig verður árið 2009?

„Rekstur Norðlenska fyrir fjármagnsliði hefur gengið vel á árinu og verið í takti við áætlanir. Þessum árangri má helst þakka því að fyrirtækið hefur á að skipa afburða starfsfólki sem hefur unnið óeigingjarnt starf við uppbyggingu Norðlenska. Þá hefur samstarf við framleiðendur og viðskiptavini verið með miklum ágætum og fyrir það vil ég þakka sérstaklega," segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Lesa meira

Gleðileg jól!


Norðlenska sendir starfsfólki sínu, bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðiríka jólahátíð.
Framleiðsluvörur Norðlenska hafa selst ákaflega vel fyrir þessi jól, sem endranær. Við þökkum landsmönnum traustið af heilum hug!

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook