Nýjustu fréttir

Góður gangur í slátruninni og mikill fallþungi

"Það er ekkert sem bendir til annars en að okkar áætlanir standist og við ljúkum hér haustslátrun föstudaginn 24. október. Þetta hefur gengið ljómandi vel og í dag erum við að slátra um 2100 fjár. Eftir daginn í dag verðum við búin að slátra um 67 þúsund fjár," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.
Lesa meira

Hugleiðing um mikilvægi íslensks landbúnaðar á viðsjárverðum tímum

Það þarf ekki að segja þjóðinni að við lifum á viðsjárverðum tímum. Að samfélaginu þrengir svo um munar. Sú vika sem nú er að líða hefur verið þjóðinni þung og erfið og væntanlega eru síður en svo öll kurl komin til grafar. Það hafa átt sér stað hamfarir sem fáir hefðu getað látið sér detta í hug að ættu mögulega eftir að dynja á þjóðinni. En staðreyndirnar blasa við okkur og verða ekki umflúnar.
Lesa meira

Stefnir í góða meðalvigt á Húsavík

Það stefnir í mun meiri meðalþunga dilka úr haustslátrun Norðlenska á Húsavík en í fyrra. Eftir að búið var að slátra þar um 46 þúsund dilkum var meðalvigtin 16,09 kg. Léttari dilkarnir skila sér í sláturhús síðustu daga sláturtíðarinnar og því er ljóst að meðalvigtin mun lækka frá því sem hún stendur nú í, en engu að síður verður hún mun meiri en í fyrra þegar hún var 15,21 kg.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook