Nýjustu fréttir

Álagsgreiðslur

Norðlenska hefur gefið út álagsgreiðslur til sauðfjárbænda fyrir tímabilið 6 nóvember til 15. desember.

Sjá má verðin með því að klikka á meira

Lesa meira

Yfirgripsmikil gæða- og heilbrigðisúttekt vegna útflutnings til Bandaríkjanna

Vegna útflutnings lambakjöts frá Norðlenska til Whole Foods verslanakeðjunnar í Bandaríkjunum eru gerðar mjög strangar heilbrigðis- og gæðakröfur til slátrunar og vinnslu Norðlenska á Húsavík. Á dögunum kom fulltrúi bandaríska landbúnaðarráðuneytisins til Húsavíkur til þess að gera úttekt á  sláturhúsi og vinnslu Norðlenska, en slík gæðaúttekt er árleg. Áður hafði Ólafur Oddgeirsson, dýralæknir í Skotlandi, gert samskonar úttekt fyrir hönd Whole Foods hjá Norðlenska á Húsavík. Skemmst er frá því að segja að Norðlenska stenst fyllilega allar þær kröfur sem gerðar eru vegna útflutningsins til Bandaríkjanna.

Lesa meira

Haustslátrun í fullum gangi

Haustslátrun hjá Norðlenska hefur það sem af er sláturtíð gengið mjög vel, lömbin flokkast vel og fallþungi er ívið meiri en í fyrra. Um mánaðamótin september-október var búið að lóga, samanlagt í sumar- og haustslátrun, 44.500 dilkum á Húsavík og 8.600 dilkum á Höfn, sem að sögn Reynis Eiríkssonar, vinnslustjóra Norðlenska, eru nokkru færri dilkar en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sérlega góð tíð í haust, sem hefur gert það að verkum að sumir bændur hafa viljað bíða með að koma með dilka til slátrunar vegna góðrar haustbeitar í heimahögum.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook