Nýjustu fréttir

Eggert H. Sigmundsson ráðinn vinnslustjóri Norðlenska á Akureyri

Eggert H. Sigmundsson hefur verið ráðinn í starf vinnslustjóra Norðlenska á Akureyri.  Eggert kom fyrst til starfa hjá Norðlenska sem kjötiðnaðarmaður frá Bautabúrinu árið 2000.  Síðan hefur hann numið sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri og undanfarið hefur hann starfað hjá Norðlenska sem verkefnastjóri gæðamála og ýmissa sérverkefna tengda framleiðslumálum fyrirtækisins.

Lesa meira

Þorravertíðin undirbúin

Þó svo að vetur sé skollinn á er þorramatur kannski ekki efst í huga landsmanna. Engu að síður er tíminn fljótur að líða og það eru raunar ekki nema tæpir þrír mánuðir þar til þorrinn gengur í garð.

Lesa meira

Jólahangikjötsvinnslan að hefjast

Í dag, 19. október, hefst vinnsla á jólahangikjötinu hjá Norðlenska á Húsavík og mun ekki af veita, enda er Norðlenska með drjúgt stóran hluta af hangikjötsmarkaðnum í landinu fyrir jólin. Vinnslan á hangikjötinu tekur töluverðan tíma og því segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, ekki eftir neinu að bíða með að hefja þessa vinnslu. “Við byrjum alltaf í hangikjötinu á þessum tíma, undir lok haustsláturtíðar. Við reykjum hangikjötið jafnt og þétt alveg framundir jól – jafnt virka daga sem helgidaga. Um 85% af hangikjötinu frá okkur er selt úrbeinað í rúllum, hangikjöt með beini er fyrst og fremst selt síðustu dagana fyrir jól,” segir Sigmundur. “Við vinnum þetta jafnt og þétt frá síðari hluta október þannig að við séum tilbúnir þegar salan hefst fyrir alvöru á síðustu vikunum fyrir jól.”

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook