Nýjustu fréttir

Sauðfjárbændur athugið

Ákveðið hefur verið hafa eina sauðfjárslátrun fram að jólum á Húsavík og verður hún 30. nóvember. Bændur, sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónustu, eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við skrifstofu Norðlenska í síma 460-8800 eða senda tölvupóst á simmih@nordlenska.is .
Lesa meira

Greiðsla til sauðfjárbænda

Í gær greiddi Norðlenska Matborðið 75% af öllu innleggi, fyrir sauðfé sem lagt var inn fyrir 23. október. Greitt verður fyrir sauðfé sem kom eftir 23.október, þann 7. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er að Norðlenska þarf tíma til að ganga frá gögnum en einnig hafa bændur rétt á að koma með athugasemdir varðandi sitt innlegg, áður en að greiðslur berast. Vegna óvissu ástands með gærur verða þær greiddar síðar.
Lesa meira

Haustslátrun lokið - veruleg aukning sláturfjár frá fyrra ári

Skrokkur metinn og vigtaður
Sláturtíð Norðlenska á Höfn lauk í dag, föstudaginn 28. október, en síðasti dagur haustslátrunar Norðlenska á Húsavík var sl. miðvikudag. Í það heila var 118 þúsund fjár slátrað í þessum tveimur sláturhúsum Norðlenska, sem er veruleg aukning frá fyrra ári þegar var slátrað tæplega 114 þúsund fjár. Eilítið færra fé var slátrað á Húsavík í ár en í fyrra, sem fyrst og fremst helgast af því að fé úr Berufirði, sem var slátrað á Húsavík í fyrra, var flutt til slátrunar á Höfn í ár. Umtalsverð aukning var í haustslátrun á Höfn. Þar var slátrað um 34 þúsund fjár, sem er aukning um tíu þúsund fjár frá fyrra ári. Athygli vekur að meðalfallþungi dilka var nákvæmlega sá sami á Húsavík og á Höfn 15,12 kg.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook