Nýjustu fréttir

Vel heppnaður Kjötsúpudagur

Almenn ánægja var meðal gesta með kjötsúpuna.
Opið hús var hjá Norðlenska fyrsta vetrardag, en sá dagur hefur verið tilnefndur af Markaðsráði Kindakjöts sem dagur Kjötsúpunnar. Gestum og gangandi var boðið upp á alíslenska Kjötsúpu sem mæltist vel fyrir hjá þeim tæplega 1000 manns sem þáðu heimboðið. Starfsemi var í fullum gangi á Marel úrbeiningarlínunni þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér framleiðslu á afurðum Norðlenska. Óhætt er að segja að dagurinn hafi lukkast vel og var veður með besta móti. Á þriðja hundrað lítrar af kjötsúpu runnu ofan í gestina sem margir höfðu á orði að aldrei yrði annað á borðum en Kjötsúpa þennan dag. Yngri kynslóðin hafði nóg fyrir stafni og gat meðal annars brugðið sér í kassaklifur og hoppað í hoppkastala. Börnin létu sitt ekki eftir liggja í að bragða á súpunni og kom það mörgum þeirra á óvart hversu bragðgóður og hollur matur súpan væri.
Lesa meira

Aukin þjónusta við bændur

Hér á bændavef Norðlenska er nú hægt að taka gögn er varða innlegg sauðfjárbænda, beint inn í Fjárvís, slóðin er http://www.nordlenska.is/index.asp?opna=medaltolur_innskra Fjárvís er forrit fyrir sauðfjárbændur, sem vilja hafa góða yfirsýn yfir fjárbúskapinn. Skýrsluhald búsins er hægt að færa beint í tölvuna af bændavefnum. Þannig er á auðveldan og þægilegan hátt hægt að skilað gögnum til Bændasamtakanna á tölvutæku formi í stað handskrifaðra fjárbóka. Þetta eykur skilvirkni og öryggi gagna, sem send eru í landsuppgjör. Ef að innleggjendur eru ekki komin með notandanafn og lykilorð inn á bændavefinn, er hægt að nálgast það á skrifstofu Norðlenska í síma 460-8800.
Lesa meira

Opið hús hjá Norðlenska fyrsta vetrardag

Norðlenska býður landsmönnum að koma og skoða starfsemi fyrirtækisins á Akureyri á fyrsta vetrardag laugardaginn 22. október. Jafnframt er öllum gestum boðið upp á að gæða sér á ekta íslenskri kjötsúpu. Börnunum verður boðið upp á kassaklifur. Opið hús Norðlenska er í samstarfi við KEA og Landsbankann. Að sögn Ingvars Más Gíslasonar, markaðsstjóra Norðlenska, stendur Markaðsráð kindakjöts annað árið í röð fyrir súpukjötsdeginum á fyrsta degi vetrar. Þann dag hefur Markaðsráð tilnefnt sem hinn Íslenska súpukjötsdag og hvetur landsmenn til að gæða sér á íslenskri kjötsúpu. Við tökum að sjálfsögðu þátt í þessu átaki og um leið ætlum við að kynna Akureyringum og nærsveitamönnum og landsmönnum öllum starfsemi okkar hér á Akureyri með opnu húsi frá kl. 13 til 16 nk. laugardag, 22. október. Þetta höfum við ekki gert áður, en við teljum fulla ástæðu til þess að gefa fólki kost á að kynna sér starfsemi okkar og sjá meðal annars hversu fullkomin og tæknivædd kjötvinnsla Norðlenska er orðin.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook