Nýjustu fréttir

Verðhækkun á kálfaflutning

Þann 1. mars n.k. mun gjald vegna kálfaflutnings hækka. Gjaldið hefur verið óbreytt frá árinu 2001 en mun nú hækka úr 610 kr í 750 kr án vsk á grip. Þeir bændur sem hafa verið að nýta sér þessa þjónustu eru bændur úr S-Þingeyjarsýslu. Sem fyrr mun Þórir Kristinn Agnarsson á Öxará sjá um flutninginn.
Lesa meira

Nýr starfsmannastjóri hjá Norðlenska

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin starfsmannastjóri Norðlenska og mun taka við því starfi í maí n.k. og verður með aðsetur á aðalskrifstofu Norðlenska á Akureyri. Katrín Dóra er fædd árið 1965 á Akureyri. Hún lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1993 og síðan viðskipta- og rekstrarfræði árið 2002 frá Háskólanum á Akureyri. Katrín Dóra hefur veitt Símenntunarstöð Eyjafjarðar forstöðu frá árinu 2000.
Lesa meira

Heimsóknir til Norðlenska vinsælar


Síðastliðinn föstudag komu 130 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Tækniháskólanum í heimsókn til Norðlenska á Akureyri. Heimsóknin var liður í vísindaferð skólanna til Akureyrar.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook