Nýjustu fréttir

Fulltrúar Whole Foods kynntu sér sauðfjárbú


Tilgangur heimsóknarinnar hingað til Íslands var að skoða aðbúnað sauðfjárins og það er liður í að fræðast um allan feril framleiðslunnar á lambakjötinu sem við seljum. Við förum milli landa með þessum hætti og kynnum okkur mismunandi framleiðsluaðstæður fyrir sauðfjárafurðir á hverjum stað. Við seljum lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, vestursvæðum Bandaríkjanna og Íslandi og þó margt sé líkt í framleiðslunni þá eru líka margir þættir mjög ólíkir. Eitt þeirra atriða sem til dæmis skapar sérstöðu er þessi innivera dýranna hér á Íslandi sem er ólík því sem gerist á Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum.
Lesa meira

Norðlenska leggur landssöfnun lið

Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri, landssöfnun vegna hamfaranna í Asíu stendur nú yfir. Það er Norðlenska bæði ljúft og skylt að leggja sitt af mörkum til hjálparstarfsins og hefur gefið 100.000 krónur í söfnunina og jafnframt skorað á Sláturfélag Suðurlands að gera slíkt hið sama.
Lesa meira

Efnilegir kjötiðnaðarnemar hjá Norðlenska

Þann 17. desember síðastliðinn útskrifuðustu tveir nemar í kjötiðn frá Hótel og Matvælaskólanum í Kópavogi þ.e. í bóklegum hluta námsins. Þetta voru þeir Pétur Karlsson og Sigmundur Arnar Jósteinsson. Pétur er á fjórða ári námssamnings og Sigmundur tekur sveinspróf vorið 2005. Sigmundur Arnar gerði sér lítið fyrir og hlaut öll þau verðlaun sem í boði voru fyrir námsárangur í kjötiðn. Besta árangur í bóklegu, besta árangur í verklegu og besta árangur á vorönn 2004. Til hamingju strákar.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook