Nýjustu fréttir

Gæruverð

Nú hefur tekist að selja allar gærur sem féllu til hjá Norðlenska í nýliðinni sláturtíð. Eins og margoft hefur komið fram hefur reynst mjög erfitt að selja gærur og eru verðin afar lág, reyndar í sögulegu lágmarki. Það er því óhjákvæmilegt að lækka verð til bænda frá fyrra ári og hefur verið ákveðið að greiða innleggjendum með viðskiptasamning við Norðlenska 55 krónur fyrir lambagærur og 52,8 þeim sem ekki hafa gert viðskiptasamning við Norðlenska. Ekkert fæst fyrir ærgærur í ár. Gærur verða afreiknaðar hjá Norðlenska á næstu dögum og verða þær greiddar út til bænda 7. febrúar 2005.
Lesa meira

KEA og Norðlenska leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið

Í dag, mánudaginn 20. desember, afhentu forsvarsmenn KEA og Norðlenska, Hjálparstarfi kirkjunnar á Akureyri áttatíu matarpoka, sem verður dreift til skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar í Eyjafirði og á Húsavík núna fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti.
Lesa meira

Hamborgarhryggurinn frá KEA bestur

Árleg smökkun matgæðinga DV á hamborgarhryggjum fór fram í gær og er niðurstaðan birt í DV í dag. Prófaðir voru hamborgarhryggir frá níu framleiðendum og að mati matgæðinganna þótti KEA hamborgarhryggurinn sá besti.....
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook