Nýjustu fréttir

Kynningarfundum með framleiðendum lokið

Frá fundinum á Narfastöðum
Síðastliðna viku hafa forsvarsmenn Búsældar ehf, KEA svf og Norðlenska ehf fundað með framleiðendum á innleggjenda svæði Norðlenska. Þrír fundir voru haldnir, á Hótel Valaskjálf á Egilstöðum, í Hlíðarbæ í Eyjafirði og á Narfastöðum í Reykjadal. Boðað var til fundanna til að kynna hluthafasamkomulag í einkahlutafélaginu Búsæld og eins viðskiptasamning kjötframleiðenda og Norðlenska.
Lesa meira

Aðalfundur Norðlenska matborðsins ehf. haldinn í gær

Á síðustu mánuðum hefur orðið verulegur rekstrarbati hjá kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska matborðinu ehf. og rekstrarhorfur fyrir þetta ár eru nokkuð góðar. Síðasta ár var fyrirtækinu hins vegar afar erfitt, rekstrartapið varð 194 milljónir króna sem myndaðist fyrst og fremst á fyrri helmingi ársins. Þrátt fyrir nokkurt rekstrartap á síðari hluta ársins var fjármunamyndun á því tímabili upp á röskar 25 milljónir króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 93 milljónir króna, en á fyrrihluta ársins var EBITDA neikvæð um tæpar 16 milljónir.
Lesa meira

Búsæld - Gögn á Bændavef

Hluthafasamkomulag fyrir hluthafa í einkahlutafélaginu Búsæld ehf og viðskiptasamningur milli Norðlenska og framleiðenda eru komnir á vef Norðlenska. Skjölin eru geymd á vefsvæði bænda. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Norðlenska á Akureyri til þess að fá notendanafn og lykilorð á bændavefinn eða senda tölvupóst á upplysingar@nordlenska.is
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook