Nýjustu fréttir

Verðlaunaðir fyrir afburða sveinsprófsverkefni

Grétar Þór Björnsson og Róbert Ragnar Skarphéðinsson,.
Tveir nýsveinar í kjötiðn, Grétar Þór Björnsson og Grétar Mar Axelsson, voru verðlaunaðir fyrir afburða vel unnin sveinsprófsverkefni, á verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins á dögunum. Grétar Þór, sem fékk silfurverðlaun, lærði hjá Norðlenska á Húsavík og Grétar Mar, sem hlaut brons, lærði hjá Norðlenska á Akureyri.
Lesa meira

„Aldurinn breytist og ummálið vex…”

Norðlenska ákvað á dögunum að gefa félögum í Búsæld vinnugalla. Svala Stefánsdóttir á skrifstofu Norðlenska á Akureyri sendi bændum póst þar sem hún bauð þeim gallana; Svala, sem er hagmælt eins og margir vita, sendi þeim erindið að sjálfsögðu í bundnu máli, og hefur nú fengið nokkur svör með sama hætti. Þetta er sannarlega skemmtilegt krydd í tilveruna.

Lesa meira

Útflutningsleyfi fyrir allt kjöt til allra Evrópulanda

Ingvar Már Gíslason og Sigurgeir Höskuldsson.
Norðlenska er fyrsta kjötvinnslan á Íslandi sem fær útflutningsleyfi fyrir allar tegundir kjötvara til allra landa Evrópu. Leyfið fékkst í morgun og strax eftir helgi verður sendur þorramatur til Íslendinga á hinum Norðurlöndunum sem bíða þess lostætis með óþreyju! Fram að þessu hefur þurft sérstakt leyfi til að senda þorramat utan, þar með talinn súrmatinn góða, og víst að margir kætast vegna þess að nú verður einfaldara að koma þessari vinsælu vöru til ættingja og vina erlendis.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook