Nýjustu fréttir

Bréf frá bónda: Hagræðing í kindakjötsframleiðslu

Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Í hita umræðunnar frá degi til dags virðist oft gleymast sú mikla hagræðing sem fram hefur farið í slátrun og kjötvinnslu á síðastliðnum 15 árum, skrifar Jón Benediktsson bóndi á Auðnum í bréfi til heimasíðunnar. Jón er varamaður í stjórn Norðlenska.

Lesa meira

„Skrýtin umræða um skort á lambakjöti“


Matreiðslumeistarinn Friðrik V. Karlsson - Friðrik fimmti - skrifar reglulega pistla um mat í Sunnudagsmoggann. Um síðustu helgi nefndi hann m.a. meintan kjötskort í sumar. Umræðan þótti honum skrýtin, enda hafi hann aldrei lent í vandræðum með að fá það hráefni sem hann vantaði.

Lesa meira

„Dásamlegur lífsstíll“

Christopher Kane.

Margir erlendir starfsmenn koma ár eftir ár til vinnu hjá Norðlenska í sláturtíðinni. Sjónvarpsmenn frá RÚV litu á dögunum við á Húsavík og ræddu við bresku farandverkamennina Darren Patton og Chris Kane, og Sigmund Hreiðarsson stöðvarstjóra Norðlenska. „Dásamlegur lífsstíll, segir Kane sem er nokkra mánuði í senn að heiman í vinnu, annars vegar á Íslandi og hins vegar á Nýja-Sjálandi, og dvelur síðan nokkra mánuði heima hjá fjölskyldu sinni í Taílandi.

Frétt RÚV

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook