Nýjustu fréttir

Hangikjöt í marga jólapakka

Tvíreykt Húsavíkur hangikjöt, nýkomið úr ofninum.

Hangikjötsilm leggur yfir syðsta hluta Húsavíkur í dag eins og undanfarið enda reykofnar Norðlenska nýttir alla daga til þess að anna mikilli spurn eftir hangikjöti fyrir jólin. „Það er greinilegt að fyrirtæki gefa kjöt í meira mæli en áður. Það virðist meira hugsað um það nú en verið hefur að gefa nytsamar jólagjafir - og þá er fátt betra en að gefa Húsavíkur- eða KEA-hangikjöt,segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Lesa meira

Garnir til Egyptalands

Norðlenska selur í haust um 100 þúsund lambagarnir til Egyptalands, þar sem þær eru fullverkaðar, flokkaðar og seldar áfram til notkunar við framleiðslu á pylsum. Verðið er þokkalegt, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, miðað við verð sem fengist hefur fyrir aðrar afurðir á erlendum mörkuðum. Þó væri þessi útflutningur ekki arðvænlegur ef gengið á krónunni væri annað, segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska.

Lesa meira

Sauðfjárslátrun í desember

Norðlenska fyrirhugar að slátra lömbum á Akureyri í desember fyrir þá sem þess óska. Það verður gert föstudaginn 4. desember. Þeir sem hyggjast láta slátra þá vinsamlega hafið samband við Svölu í síma 460-8855. Þeir sem hafa áhuga á að slátra lömbum í desember á Höfn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Einar Karlsson í síma 840-8870.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook