Nýjustu fréttir

Góð páskasala

Prýðileg sala hefur verið á vörum Norðlenska núna fyrir páskana og gildir það t.d. bæði um grillkjöt og hangikjöt, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra Norðlenska á Húsavík.
Salan á kjöti um páska tekur yfirleitt mið af veðrinu. Ef góðviðri er um páska er mikil sala í grillkjöti, en páskahret þýðir meiri sölu í hangikjöti. En núna er hvorttveggja uppi á teningnum. Veður hefur verið fádæma gott að undanförnu um allt land og margir hafa þegar tekið fram grillin. En góð sala í grillkjöti hefur þó ekki dregið úr áhuga landsmanna á hangikjötinu, nema síður væri.
Lesa meira

Bygging jarðgerðarstöðvar fyrir Eyjafjarðarsvæðið í augsýn

Síðastliðinn fimmtudag var stofnað hlutafélagið Molta ehf. til undirbúnings byggingar jarðgerðarstöðvar á Eyjafjarðarsvæðinu. Öll sveitarfélög á svæðinu standa að verkefninu, sem og allir stærstu matvælaframleiðendur á svæðinu og fleiri aðilar. Með verkefninu er stigið stórt skref í þá átt að hætta urðun sorps á Glerárdal ofan Akureyrar og koma sorpmálum Eyjafjarðarsvæðisins í heild í nýjan framtíðarfarveg.

Lesa meira

Bókhald flyst frá Grófargili til Norðlenska – tveir starfsmenn ráðnir í bókhaldsdeild

Frá og með 1. maí n.k. mun bókhald Norðlenska flytjast frá bókhaldsfyrirtækinu Grófargili til höfuðstöðva Norðlenska á Akureyri.

Í tengslum við þessa breytingu hafa tveir starfsmenn verið ráðnir í bókhaldsdeild fyrirtækisins, Benedikt G. Sveinbjörnsson í starf aðalbókara og Anna Kristín Árnadóttir, núverandi starfsmaður í vöruafgreiðslu á Akureyri, í starf bókara.
Benedikt hefur til fjölda ára starfað við bókhald, að undanförnu hefur hann verið ráðgjafi/sérfræðingur hjá HugAx í upplýsinga- og bókhaldskerfum.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook