Nýjustu fréttir

Páskaveðrið ræður miklu um kjötneyslu

“Það má segja að veðrið sé afgerandi þáttur um hverskonar kjöt landsmenn vilja um páskana. Ef veðrið er sérlega gott og vor í lofti hefst grillvertíðin gjarnan um páskana, en ef veður er frekar slæmt er reynslan sú að hangikjötið selst vel. Við þurfum að búa okkur undir hvorttveggja,” segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Lesa meira

Norðlenska styður við bakið á Þór og KA við framkvæmd knattspyrnumóta

Sem fyrr er Norðlenska aðalstyrktaraðili Goðamóta Íþróttafélagsins Þórs í knattspyrnu, en mótin eru haldin í Boganum og eru fyrir 4. og 5. flokk kvenna og 5. og 6. flokk karla. Í öllum þessum mótum er spilaður 7 manna fótbolti. Fyrsta mótið í ár var haldið um síðustu helgi og voru um 430 stúlkur skráðar til leiks og nutu þess að spila fótbolta.

Lesa meira

Skemmtilegur Öskudagur hjá Norðlenska


Það var mikið líf og fjör hjá Norðlenska í dag á öskudegi.  Búningar barnanna voru fjölbreyttir þetta árið s.s. prinsessur, galdrakarlar, hundar, englar og fleiri skemmtilegir búningar.  Að venju fengu börnin  Goða pylsur í verðlaun fyrir sönginn ásamt svala.  Gestafjöldinn hefur aldrei verið meiri og greinilegt að það er orðin venja hjá börnunum að koma og fá sér í svanginn fyrir sönginn hjá Norðlenska.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook