Nýjustu fréttir

Með púlsinn á gæðamálunum

“Þetta er mjög skemmtilegt og áhugavert starf. Satt best að segja enn skemmtilegra en ég átti von á,” segir Anna María Jónsdóttir, gæðastjóri Norðlenska, en hún hóf störf hjá fyrirtækinu í desember sl.,en hafði áður unnið við gæðaeftirlit á rannsóknarstofu Vífilfells á Akureyri.
Anna María segir að fyrstu vikurnar og mánuðina sé hún á fullu að setja sig inn í starfið, enda í mörg horn að líta. Hún er með gæðamálin á sinni könnu í öllum starfsstöðvum Norðlenska – á Akureyri, Húsavík og Höfn. Í dag var hún á Húsavík og á morgun, föstudag, liggur leiðin til Hafnar.
Lesa meira

Erlendir starfsmenn Norðlenska á starfstengdu íslenskunámskeiði

Þessa dagana eru erlendir starfsmenn Norðlenska á svokölluðu starfstengdu íslenskunámskeiði á Húsavík og Akureyri. Námskeiðið, sem í það heila verður 40 kennslustundir, hófst 15. janúar sl. og því lýkur í byrjun mars. Hver starfsmaður er tvo daga vikunnar á námskeiði, tvo tíma í senn.
Lesa meira

Þorramaturinn frá Norðlenska flýgur út!

Þó svo að þorrinn hafi byrjað sl. föstudag er þorravertíðin fyrir löngu hafin hjá Norðlenska – raunar hófst hún strax í ágúst og september þegar lagt var í súr. Verkunin tekur sinn tíma og því er eins gott að byrja tímanlega.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook