Nýjustu fréttir

Kjötkrókur fékk KEA-hangikjöt

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, afhendir Kjötkróki hið árlega KEA-hangikjötslæri.

Í hálfa öld hefur Kjötkrókur jólasveinn, örugglega frægasti jólasveinn á Akureyri, mætt í húsakynni Norðlenska – áður Kjötiðnaðarstöðvar KEA – og verið leystur út með dýrindis KEA-hangikjötslæri. Í dag, 1. desember, var hinn árlegi hangikjötsdagur Kjötkróks. Hann mætti galvaskur í Norðlenska og þar beið hans ilmandi KEA-hangikjötslæri.

Lesa meira

Allt á fullu í hangikjötinu

“Ég held að sé óhætt að segja að þetta gangi ljómandi vel,” sagði Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, en þar er nú allt á fullu í vinnslu á jólahangikjötinu.
Norðlenska framleiðir sem fyrr fjórar tegundir hangikjöts; KEA-, Húsavíkur-, Fjalla- og Sambandshangikjötið, auk þess sem framleitt er hangikjöt sérmerkt ákveðnum matvöruverslunum.

Lesa meira

Anna María Jónsdóttir ráðin gæðastjóri Norðlenska

Anna María Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf gæðastjóra Norðlenska og mun hún hefja störf 1. desember n.k.
Anna María útskrifaðist úr sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 2005 og hefur síðan unnið við gæðaeftirlit á rannsóknarstofu Vífilfells á Akureyri.
Sigurgeir Höskuldsson hefur verið gæða- og vöruþróunarstjóri Norðlenska, en vegna aukinnar áherslu á nýsköpun og vöruþróun hjá fyrirtækinu mun Sigurgeir einbeita sér að þeim þáttum og Anna María tekur yfir gæðamál í öllum starfsstöðvum Norðlenska.
Gæðastjóri Norðlenska hefur eftirlit með gæðum framleiðsluvara Norðlenska á öllum stigum framleiðslunnar, annast þrifaeftirlit, ber ábyrgð á innihaldslýsingum, sýnatökum og öðru sem að gæðamálum snýr.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook