Nýjustu fréttir

Jarðgerðarstöð í burðarliðnum sem leysir af hólmi urðun sorps á Glerárdal

Allt stefnir í að sorpurðunarmál Eyfirðinga, sem miklar og heitar umræður hafa verið um undanfarin ár, séu að komast í nýjan farveg sem leiða mun til þess að urðun á Glerárdal verði hætt. Snemma á þessu ári fór fram umræða um þessi mál innan forystuhóps matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar þar sem skýrt kom fram að forystumenn matvælafyrirtækja töldu sorpmál svæðisins forgangsmál til lausnar fyrir greinina og í raun ímynd svæðisins. Í kjölfarið tók Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, að sér að vinna málið áfram og í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði hefur nú verið unnin skýrsla og viðskiptaáætlun um stofnun fyrirtækis til að jarðgera allan lífrænan úrgang af svæðinu. Skýrslan var kynnt stjórn Sorpsamlags Eyjafjarðar fyrir skömmu og í kjölfarið fulltrúum sveitarfélaganna og fékk góðar undirtektir. Því næst var sveitarfélögunum við Eyjafjörð sent erindi um vilja þeirra til að miðla lífrænum úrgangi til slíks fyrirtækis og leggja því til stofnfé og hafa borist svör frá meirihluta sveitarfélaganna. Sigmundur Ófeigsson segir nú stefnt að því að stofna fyrirtæki um jarðgerðina innan þriggja vikna og að slík stöð verði risin fyrir mitt næsta ár. Gangi það eftir telur hann óhætt að fullyrða að urðun á Glerárdal verði alfarið hætt innan þriggja ára.

Lesa meira

Tæplega 70 tonn af fersku lambakjöti til Bandaríkjanna í haust

Á þessu hausti hefur Norðlenska flutt út sem næst 66 tonn af fersku lambakjöti til Bandaríkjanna, þar sem það er selt í verslunum Whole Foods, fyrst og fremst á Washington- og Baltimoresvæðinu á austurströndinni. Ingvar Már Gíslason, sölu- og markaðsstjóri Norðlenska, segir að lambapakkar séu vinsælasta varan, en þeir innihalda læri, hrygg, skanka og framstykki.  Kjötið fer allt ferskt  í flugi og skipum og því er einungis um að ræða útflutning í september og október, meðan á haustslátrun stendur.

Lesa meira

Um 114 þúsund fjár slátrað í haust hjá Norðlenska

Haustslátrun Norðlenska á Húsavík og Höfn í Hornafirði er nú að mestu lokið. Slátrun er lokið á Húsavík, en gert er ráð fyrir að slátra 4-500 lömbum á Höfn í næstu viku og þar með verður punkturinn settur yfir i-ið þar. Á Húsavík var slátrað 81.769 fjár – þar af 76.146 lömbum og 5.623 fullorðnu. Meðalvigt dilka á Húsavík var 15,28 kg, sem er heldur meiri meðalvigt en á síðustu haustsláturtíð. Verkun á kjötinu hefur aldrei verið betri en á þessu hausti, verkunargallar voru á bilinu 1-3% á dag og fór allt niður í 0,77 % sem verður að teljast mjög gott. Heildarfjöldi sláturfjár á Höfn er nú orðinn 31.800, en ætla má að með slátruninni í næstu viku verði talan sem næst 32.800. Meðalvigt á Höfn losar 15 kg.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook