Nýjustu fréttir

Samningur um endurfjármögnun Norðlenska

Í dag var undirritaður samningur Landsbankans og Norðlenska sem felur í sér endurfjármögnun Landsbankans á birgða- og rekstrarlánum Norðlenska. Einnig kveður samningurinn á um fjármögnun á nýbyggingu Norðlenska á Akureyri, þar sem verða starfsmannaaðstaða og skrifstofur félagsins.
Lesa meira

Börnin gæða sér á Goða pylsum á Öskudegi


Fjöldinn allur af börnum lagði leið sína til Norðlenska í gærmorgun og tóku lagið fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Margir skrautlegir búningar sáust m.a.var búningur Silvíu Nótt mjög áberandi meðal stúlknanna. Börnin fóru södd og glöð í burtu eftir að hafa gætt sér á gómsætum Goða pylsum. Á myndasíðunni má finna fleiri myndir sem teknar voru öskudeginum
Lesa meira

Þriggja ára samstarfssamningur Þórs og Norðlenska um Goðamótin

Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar Pálsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Þórs, Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, mótsstjóri Goðamótanna.
Undanfarin þrjú ár hefur unglingaráð knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri í samvinnu við Norðlenska staðið fyrir Goðamótunum svokölluðu í knattspyrnu í Boganum síðla vetrar. Mótin hafa notið vaxandi vinsælda ár frá ári og nú er svo komið að fleiri lið óska eftir að taka þátt en unnt er að koma fyrir í Boganum. Til marks um umfang Goðamótanna má geta þess að heildarfjöldi þátttakenda, fararstjóra og þjálfara á þau þrjú Goðamót sem haldin eru á hverjum vetri er um 1.600 og ætla má að í tengslum við mótin komi svipaður fjöldi foreldra og forráðamanna í bæinn. Í það heila má því áætla að á fjórða þúsund manns komi á ári hverju til Akureyrar af öllu landinu í tengslum við Goðamótin og njóta um leið fjölþættrar afþreyingar og þjónustu í bænum.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook