Nýjustu fréttir

„Óvenju margir í sláturtíðinni sem hafa verið hjá okkur áður“

Ingibjörg Kristín Steinbergsdóttir.

Sláturtíðin krefst mikils undirbúnings á hverju ári. Á Húsavík er ráðning starsfólks á könnu Ingibjargar Kristínar Steinbergsdóttur launafulltrúa, sem kveðst byrja að huga að þessari annasömu „vertíð“ strax í febrúar.

Lesa meira

„Hér er aldrei nein lognmolla“

Halldór Sigurðsson réttarstjóri Norðlenska á Húsavík.

Halldór Sigurðsson bóndi á Syðri Sandhólum á Tjörnesi er réttarstjóri Norðlenska á Húsavík og hefur verið lengi. „Ég sé um öll samskipti við bændur varðandi slátrun og þess háttar, og redda hinu og þessu - ég er svona altmulig mand,“ segir Halldór sem hefur komið að störfum við sláturhúsið á Húsavík í tæp 40 ár en gegnt embætti réttarstjóra hátt á annan áratug.

Lesa meira

„Hlakka alltaf jafn mikið til að koma“

Christhopher Kane og Ragnheiður Jóhannesdóttir frá Klambraseli.

„Þetta er áttunda árið í röð sem ég kem hingað í sláturtíðinni. Ég hef verið í um það bil tvo mánuði í hvert skipti og hlakka alltaf jafn mikið til að koma; hér eru sko aldrei nein vandamál - það er gott að vinna hjá fyrirtækinu og samstarfsmennirnir eru frábærir,“ segir Englendingurinn Christhopher Kane, sem orðinn er hagvanur  hjá Norðlenska á Húsavík.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook