Nýjustu fréttir

Slátrun er hafin á Húsavík

Forslátrun sauðfjár hófst í morgun, fimmtudaginn 27. ágúst, í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Einnig verður forslátrun á morgun, en hin eiginlega haustslátrun hefst nk. mánudag. Stefnt er að því að sláturtíð á Húsavík ljúki 23. október nk.

Lesa meira

Útflutningur dilkakjöts mikilvægur bæði bændum og afurðastöðvum

„Það er alveg ljóst að það er og verður nauðsynlegt að flytja út lambakjöt. Við reiknum með að halda áfram útflutningi á svipuðum nótum til Færeyja, Bretlands og væntanlega einnig Noregs. Að okkar mati er afar mikilvægt að halda okkar stöðu á þessum mörkuðum, auk þess sem við höfum verið að skoða möguleika á útflutningi inn á nýja markaði," segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

Lesa meira

Hef miklar áhyggjur af stöðu íslensks landbúnaðar innan ESB

Sigmundur E. Ófeigsson.
"Ég hef miklar áhyggjur af stöðu íslensks landbúnaðar, komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ég tel að við séum ekki vel undir það búnir að fara þarna inn. Mér virðist sem þeir sem ráði för í þessu eins og mörgum öðrum málum séu ekki tengdir við það sem er að gerast úti í hinum dreifðu byggðum landsins," segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook