Nýjustu fréttir

Forseti Íslands í heimsókn hjá Norðlenska

Sigmundur framkvæmdastjóri sýnir forsetahjónunum upprunamerkta T-bone nautasteik.
Forseti Íslands herra, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrúin Dorrit Moussaieff komu í heimsókn til Norðlenska í dag ásamt fleiri gestum. Heimsóknin til Norðlenska er liður í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Akureyrar. Gestirnir fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins og að bragða á framleiðsluvörum þess sem gerður var góður rómur að meðal gestanna.
Lesa meira

Neytendur geta vitað af hvaða skepnu steikin er!

Í Morgunblaðinu í dag er umfjöllun um rekjanleika nautakjöts undir yfirskriftinni "Úr haga í maga". Í greininni er nautgrip frá bænum Klauf í Eyjafirði fylgt eftir frá bænum, í gegnum slátrun og vinnslu Norðlenska og þar til hann endar á diskum neytenda á veitingastaðnum Friðrik V. Eins og fram kemur í greininni er rekjanleikinn mögulegur nú þegar í þeirri tækni sem að Norðlenska nýtir sér.
Lesa meira

Verulegur rekstrarbati

Rekstur Norðlenska batnaði verulega milli áranna 2003 og 2004 og nemur rekstrarbatinn hundrað milljónum króna. Frá árinu 2001nemur rekstrarbati Norðlenska sem næstþrjú hundruð milljónum króna. HeildarveltaNorðlenska á síðasta ári var 2.380 milljónirkróna. Fjármunamyndun í rekstri á síðasta ári nam hundrað milljónum króna, sem dugar fyrir afborgunumlána og vöxtum. EBITDA-hagnaðurhjá félaginu var nálægt 140 milljónum króna,sem er mjög í takt við áætlanir.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook